Solenanthus apenninus

Ættkvísl
Solenanthus
Nafn
apenninus
Íslenskt nafn
Fjallastakjurt
Ætt
Munablómaætt (Boraginaceae).
Lífsform
Tvíær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Blár til purpura.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
- 120 sm
Vaxtarlag
Tvíær jurt, allt að 120 sm há. Grunnlauf allt að 50 x 12 sm, egglaga-aflöng eða oddbaugótt til breiðlensulaga. Stöngullauf öfugegglaga til egglaga-oddbaugótt, fleyglaga við grunninn, legglaus.
Lýsing
Blómleggir allt að 8 mm, bikar allt að 10 mm, flipar stuttir, lensulaga, útblásnir. Króna allt að 9 mm, blá til purpura, ginleppar dúnhærðir, flipar snubbóttir, ögugegglaga. Fræflar næstum jafn langir og krónan. Smáhnetur allt að 8 mm.
Uppruni
Ítalía, Sikiley.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð.
Reynsla
Hefur verið sáð í Lystigarðinum af og til. Ekki í Lystigarðinum 2015.