Lágvaxin, oft með skammæja legglausa kirtla. Laufin 0,5 sm í þvermál, hjartalaga með áberandi æðastrengi á neðra borði. Blómstönglar allt að 9 sm háir. Blómin stök.
Lýsing
Lauf kringlótt til nýrlaga með breiða skerðingu við grunninn. Blómstönglar 2-10 sm, venjulega einblóma. Krónublöð 8-15 mm, krónan mjó-bjöllulaga, klofin að 1/4 eða þar um bil, rauðfjólublá með bláar rákir á innra borði.
Uppruni
Fjöll í M & A Evrópu (Alpafjöll, Karpatafjöll, Rhodope fjöll og Appeninafjöll).