Lávaxinn fjölæringur. Laufleggur venjulega þétt kirtilhærður, leggir aðeins 8-10 sinnum lengri en blómið.
Lýsing
Blöðin þykk, skinnkennd, sígræn, nýrlaga eða nærri kringlótt og heilrend, skærgræn á efra borði en oftast fjólublá á neðra borði, 2-7 sm í þvermál, grunnskerðing djúp eða engin. Blómstönglar eru 5-30 sm með trektlaga, drúpandi blóm, 1-1,8 sm í þvermál, 6-8 saman í hverjum sveip, hvert blóm kögrað 18 striklaga flipum. Blóm blá-lilla.