Lágvaxinn fjölæringur, leggir laufa og blómstönglar þaktir þéttu kirtilhári.
Lýsing
Lauf allt að 1 sm breið, næstum kringlótt, venjulega engin grunnskerðing. Loftaugu aðeins á neðra borði. Blómstönglar 2-10 sm, venjulega einblóma. Króna 8-15 mm, bjöllulaga, klofin minna en til hálfs, fjólublá til hvít.