Lágvaxinn fjölæringur, allt að 25 sm hár, náskyldur fjallakögurklukku (S. montana). Lauf hjartalaga með djúpar skerðingar, allt að 3 sm í þvermál.
Lýsing
Á hverjum stilk eru allmörg blóm, allt að 18 mm í þverál, krónan er fremur blá en fjólublá, næstum flöt-útbreidd, djúpkögruð með pípulaga grunn. Einkennist af mjög flat-trektlaga blómum, hliðarklaufir eru styttri en aðalklaufir.