Soldanella carpatica

Ættkvísl
Soldanella
Nafn
carpatica
Íslenskt nafn
Heiðakögurklukka
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fjólublár.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
10-15 sm
Vaxtarhraði
Hægvaxta.
Vaxtarlag
Lágvaxinn fjölæringur, leggur ungra laufa með legglausa kirtla.
Lýsing
Lauf allt að 5 sm á breidd, næstum kringlótt, dökkgræn á efra borði en venjulega fjólublá á neðra borði með áberandi æðum, með sammiðja hrukkur þegar þau eru þurr, grunnskerðing mjó. Blómstilkar 5-15 sm, 2-5 blóma. Blómstilklar og blómleggir kirtilhærðir. Króna 8-15 mm í þvermál, klofin meir en til hálfs, fjólublá.
Uppruni
Karpatafjöll.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta á fjölæringabeðum.
Reynsla
Í J5 frá 1991 og hefur reynst vel, nett og falleg steinhæðaplanta.