Laufin hálfhjartalaga, allt að 1 sm í þvermál. Blómstilkar allt að 9 sm háir, blómin stök, blálilla með fjólubláar rákir á innra borði, kögruð allt að 1/4 af lengd krónunnar.
Lýsing
Lík agnakögri (Soldanella minima) en kirtilhárin með endahnúða sem eru lengri og breiðari en leggur þar sem kirtlar eru næstum ásætnir. Lauf oft með grunna skerðingu. Loftaugu á bæði efra og neðra borði laufanna.