Soldanella austriaca

Ættkvísl
Soldanella
Nafn
austriaca
Íslenskt nafn
Ljósakögurklukka
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól (hálfskuggi).
Blómalitur
Blálilla með fjólubláar rákir á innra borði.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
Um 10 sm
Vaxtarhraði
Hægvaxta.
Vaxtarlag
Laufin hálfhjartalaga, allt að 1 sm í þvermál. Blómstilkar allt að 9 sm háir, blómin stök, blálilla með fjólubláar rákir á innra borði, kögruð allt að 1/4 af lengd krónunnar.
Lýsing
Lík agnakögri (Soldanella minima) en kirtilhárin með endahnúða sem eru lengri og breiðari en leggur þar sem kirtlar eru næstum ásætnir. Lauf oft með grunna skerðingu. Loftaugu á bæði efra og neðra borði laufanna.
Uppruni
Alpafjöll í Austurríki.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
6
Heimildir
1,2, encyclopaedia.alpinegardensociety.net/plants/Soldanella/austriaca
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í ker, í kanta.
Reynsla
Í J5 frá 1991 og hefur þrifist þar með ágætum.
Yrki og undirteg.
'Alba' er með hvít blóm.