Smilacina racemosa

Ættkvísl
Smilacina
Nafn
racemosa
Íslenskt nafn
Skógarstirni
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur, oft með grænni slikju.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
80-90 sm
Vaxtarhraði
Hægvaxta.
Vaxtarlag
Stönglar allt að 90 sm, dúnhærðir. Lauf allt að 15 x 7,5 sm, aflöng-lensulaga eða oddbaugótt til mjóegglaga, fínlega-odddregin, lykja um stöngulinn eða með 1-4 mm legg (neðri laufin), fíndúnhærð neðan.
Lýsing
Blómskipunin með mörg blóm í aflöngum eða tígullaga skúf allt að 15 sm löngum með uppsveigðar greinar, blómleggir allt að 2 mm, dúnhærðir. Blómhlífarblöð 1-3 mm, hvítir, stundum með græna slikju. Fræflarnir lengri en blómhlífarblöðin. Aldin græn eða rauð stundum með rauðar eða purpura flikrur.
Uppruni
N Ameríka, Mexíkó.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í skógarbotn, sem undirgróður, hentar með burknum.
Reynsla
Afar falleg skógarplanta sem hefur þrifist vel í Grasagarði Reykjavíkur.