Sium latifolium

Ættkvísl
Sium
Nafn
latifolium
Íslenskt nafn
Broddsveipur
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, raklendi.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 150 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 150 sm há. Stönglar mjög mikið gáróttir, holir. Kafblöð (aðeins á plöntunum á vorin) eru 2- eða 3 fjaðurskipt með bandlaga flipa. Loftblöðin eru fjaðurskipt, flipar allt að 10 x 3 sm, egglaga-bandlaga, misstór neðst, jaðrar með smáar tennur sem vita fram á við.
Lýsing
Sveipir með 20-30 geisla. Blómin hvít. Stoðblöð oftast 2-6, oft stór og lík laufunum. Reifablöð lensulaga. Bikartennur um 1 mm, lensulaga. Aldin 3-4 mm með þykka, áberandi hryggi.
Uppruni
Evrópa, Síbería.
Harka
6
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Meðfram lækjum og tjörnum.
Reynsla
Er ekki til í Lystigarðinum.