Sisyrinchium striatum

Ættkvísl
Sisyrinchium
Nafn
striatum
Íslenskt nafn
Geislaseymi
Ætt
Sverðliljuætt (Iridaceae).
Samheiti
S. graminifolium, S. iridifolium, S. lutescens, S. pachyrhizum, mistúlkun.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Föl gulgrænn.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 75 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt með grannar trefjarætur. Stönglar allt að 75 sm háir, uppréttir, ógreindir, flatir og með mjóa vængi, grágrænir. Grunnlauf 8-10, band- til mjóbandlaga, 20-35 x 1,2 x 1,8 sm, grágræn. Stöngullauf 1-2, mjólensulaga með slíður neðst, allt að 30 x 1,5 sm.
Lýsing
Blóm föl grængul, legglaus, í blómaknippum hér og hvar á stönglinum, hvert knippi með 10-20 blóm, er umlukið egglaga, himnukenndu hulstur-stoðblaðapari. Blómleggir jafnlangir og stoðblöðin. Blómhlífarblöð 1,5 x 1,8 sm, öfulensulaga með greinilegar purpurabrúnar æðar. Frjóþræðir aðeins samvaxnir neðst. Aldinhýði hnöttótt um 6 mm í þvermál.
Uppruni
Chile & Argentína.
Harka
8
Heimildir
1, 2
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ei n planta undir þesu nafni sem sáð var til 1983 og gróðursett í beð 1984.