S. graminifolium, S. iridifolium, S. lutescens, S. pachyrhizum, mistúlkun.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Föl gulgrænn.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 75 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt með grannar trefjarætur. Stönglar allt að 75 sm háir, uppréttir, ógreindir, flatir og með mjóa vængi, grágrænir. Grunnlauf 8-10, band- til mjóbandlaga, 20-35 x 1,2 x 1,8 sm, grágræn. Stöngullauf 1-2, mjólensulaga með slíður neðst, allt að 30 x 1,5 sm.
Lýsing
Blóm föl grængul, legglaus, í blómaknippum hér og hvar á stönglinum, hvert knippi með 10-20 blóm, er umlukið egglaga, himnukenndu hulstur-stoðblaðapari. Blómleggir jafnlangir og stoðblöðin. Blómhlífarblöð 1,5 x 1,8 sm, öfulensulaga með greinilegar purpurabrúnar æðar. Frjóþræðir aðeins samvaxnir neðst. Aldinhýði hnöttótt um 6 mm í þvermál.
Uppruni
Chile & Argentína.
Harka
8
Heimildir
1, 2
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ei n planta undir þesu nafni sem sáð var til 1983 og gróðursett í beð 1984.