Sinopodophyllum hexandrum

Ættkvísl
Sinopodophyllum
Nafn
hexandrum
Íslenskt nafn
Maíepli
Ætt
Mítursætt (Berberidaceae).
Samheiti
Podophyllum hexandrum Royle
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Hvít-rósbleikur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
30-35 sm
Vaxtarlag
Jarðstönglar sverir. Stönglar kjötkenndir, um 8 mm í þvermál. Lauf allt að 25 sm í þvermál, 3-5 flipótt, hver flipi er aftur 3-flipóttur í oddinn.
Lýsing
Blómin stök, endastæð, koma áður en blöðin þroskast. Bikarblöð 3, krónublöð 6, 25-40 mm, hvít-rósbleik. Fræflar 6, 16 mm, frjóþræðir bognir. Aldin 2-5 sm, rauð, æt
Uppruni
V Kína, Himalaja.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, græðlingum af jarðstönglum og með nýþroskuðum fræjum.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, sem undirgróður undir tré og runna.
Reynsla
Harðgerð planta sem hefur reynst vel í Lystigarðinum. Sérkennileg og falleg tegund.