Lauffellandi, uppréttur runni, allt að 1,5 m hár. Börkur dálítið seigur, rákóttur, greinar þreknar, uppréttar, purpurabrúnar til ryðbrúnar, hárlausar.
Lýsing
Laufin allt að 10x2 sm, nokkurn veginn krossstæð á ungum, mjúkum greinum, aflöng til lensulaga, oftast með þverstífðan odd og stuttan brodd, stundum dálítið ydd til snubbótt, fleyglaga við grunninn, mjúk blágræn, hárlaus. Blómin í hárlausum, allt að 12 sm löngum skúf með lauf neðst, skúfgreinar grannar, útstæðar, glæsilega raðað á legginn, Krónublöð allt að 2,5 mm, öfugegglaga til kringótt. Fræhýði með samsíða strengi, 4 mm löng.
Uppruni
Síbería (Altaifjöll og Dzungarski Alatau), V Kína, Júgóslavía.