Fara í efni
Fréttir
English
Plöntur
Garðaflóra
Flóra Íslands
Um Lystigarðinn
Saga Lystigarðsins
Umgengnisreglur
Húsin í Lystigarðinum
Styttur og minnismerki
Staðsetning og yfirlitskort
Hafa samband
English
Forsíða
/
Plöntur
/
Garðaflóra
/
Spaðahnoðri
Sedum spathulifolium
Ættkvísl
Sedum
Nafn
spathulifolium
Íslenskt nafn
Spaðahnoðri
Ætt
Hnoðraætt (Crassulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
5-15 sm
Vaxtarlag
Þéttvaxin, myndar þyrpingu, 9-15 sm.
Lýsing
Stönglar stuttir, myndar oft langar renglur frá runni þyrpingar. Lauf um 18 mm, í þéttum hvirfingum á stöngulendunum. spaðalaga, með legg, uppsveigð, flöt, oddlaus, mjókka niður. Lauf á blómstöngli mjög smá, strjál, aflöng-oddbaugótt, legglaus. Blómskipunin í 3-skiptum, margblóma, flötum skúf, blómin legglaus, þétt, 15 mm í þvermál. Bikarblöð 5, þríhyrnd, ydd, hálf lengd krónublaðanna. Krónublöð 5, lensulaga, ydd, gul, fræflar 10 , frjóhnappar gulir. Fræhýði gul.blómst. 10-12cm með mjó blöð og blóm í Þéttum skúf, stjörnlaga, blöðin ljósgrágræn, stutt breið spaðalaga, þau yngstu hvítmélug
Uppruni
V N Ameríka.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í breiður, í kanta, í fláa, í hleðslur, í beð, í steinhæðir.
Reynsla
Harðgerður-meðalharðgerður, þrífst betur norðanlands en sunnan.
Yrki og undirteg.
var. purpureum með tvílitar blaðhvirfingar (hárauð/ljósgrá), 'Cape Blanco' með öll blöðin ljósgrá (Héluhnoðri), hann er viðkvæmari en aðaltegundin.