Sedum sexangulare

Ættkvísl
Sedum
Nafn
sexangulare
Íslenskt nafn
Svíahnoðri
Ætt
Hnoðraætt (Crassulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt, sígræn.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærgulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst og fræ er fullþroskað í október.
Hæð
10-15 sm
Vaxtarlag
Sígræn, lausþýfð fjölær jurt með renglur, 5-15 mm. Minnir á helluhnoðra.
Lýsing
Stönglar fjölmargir renglur, mjóar. Lauf 4 mm, stakstæð, bandlaga, þétt saman í 6-7 röðum, útstæð eða uppsveigð. Blómstönglar mjög grannir. Blómskipunin útstæð, gisin skúfur, blómin næstum legglaus. Bikarblöð 5, bandlaga, snubbótt, fölgræn, hálf lengd krónublaðanna. Krónublöðin 5, 4-5 mm, ydd, skærgul. Fræhýði upprétt eða útstæð, gul.
Uppruni
V Rússland, Pólland, Balkanskagi, M Evrópa.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í breiður, í kanta, í hleðslur.
Reynsla
Harðgerð planta og hefur reynst vel í Lystigarðinum.