Sedum reflexum

Ættkvísl
Sedum
Nafn
reflexum
Íslenskt nafn
Berghnoðri
Ætt
Hnoðraætt (Crassulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt, sígræn.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærgulur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
15-35 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, sem myndar þéttar breiður með rótskotum blaðsprota, 15-35 sm.
Lýsing
Stönglar láréttir, dálítið trékenndir. Lauf 12 mm, bandlaga, sívöl, jafnt dreifð á blómlausum stönglum. Blómskipunin sveipkenndur skúfur, hangandi í fyrstu, seinna íhvolf. Bikarblöð 7, stöku sinnum 5 eða 9, 3-4 mm. Krónublöð 7, stöku sinnum 5 eða 9, 6-7 mm, útstæð, band-lensulaga, skærgul, fræflar 10-14. Fræhýði gul.
Uppruni
M & V Evrópa.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í breiður, í steinhæðir, í hleðslur, í kanta, í fláa, í beð.
Reynsla
Harðgerð, virðist þola nánast allt þótt hann sé sígrænn.
Yrki og undirteg.
Til eru yrki t.d. 'Cristatum', 'Monstrosum Cristatum' og 'Viride' - ekki reynd hér.