Sedum acre

Ættkvísl
Sedum
Nafn
acre
Íslenskt nafn
Helluhnoðri
Ætt
Hnoðraætt (Crassulaceae).
Lífsform
Fjölær, sígræn jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærgulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
5-10 sm
Vaxtarlag
Lausþýfð fjölær jurt eða planta sem myndar breiður, 5-12 sm. Stönglar fjölmargir, mynda grannar renglur.
Lýsing
Laufin 3-6 mm, stakstæð, legglaus, skarast, þríhyrnd, snubbótt, þykk, mækka upp eftir stönglinum, er með sérkennilegt beiskt bragð. Blómstöngull með strjál lauf. Blómskipunin lítill kvíslskúfur. blóm með legg eða næstum legglaus. Bikarblöð 5, krónublöð 5, 6-8 mm, ydd, skærgul lárétt. Fræhýði útstæð, gul.
Uppruni
Víða í Evrópu, líka á Íslandi.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í breiður, í steinhæðir, í kanta, í hleðslur, í beð.
Reynsla
Harðgerð jurt, er algeng um allt land.
Yrki og undirteg.
'Aureum', 'Elegans', 'Minor'.