Scorzonera purpurea

Ættkvísl
Scorzonera
Nafn
purpurea
Ssp./var
ssp. rosea
Höfundur undirteg.
(Waldst. & Kit.) Nyman.
Íslenskt nafn
Purpurarót
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Föl purpuralit.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
- 70 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 40-70 sm há, næstum hárlaus til ullhærð við grunn stönglanna, á laufum og körfum. Stönglar stakir, uppréttir oft greinóttir efst.
Lýsing
Lauf 3-40 x 0,1-0,3 sm, minna á gras, heilrend, með rennu, með kjöl, meira eða minna upptétt, stöngullauf smærri, greipfætt. Reifar 1,5-3 sm, smáblóm 3,5-5 sm, föllilla. Aldin 10-12 mm, sívöl-oddvala, með stutta og óljósa trjónu, gárótt, fölbrún, slétt. Svifhár 10-12 mm, mjúk.
Uppruni
M MS Evrópa, Balkanskagi, N & M Ítalía
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð með fjölærum jurtum, í steinhæðir.
Reynsla
Hefur reynst vel í Lystigarðinum.
Yrki og undirteg.
ssp. rosea (Waldst.& Kit.) Nyman. Stönglar ógreindir, laufin flöt, með ógreinilegan eða engan kjöl. Smáblóm fölpurpura. Aldin 10-15 mm, snörp við oddinn.