Fjölær jurt, 15-130 sm há, næstum hárlaus eða lítið eitt hærð, einkum neðst á stönglum, laufum og reifum.
Lýsing
Stönglar stakir eða eða fáeinir, oftast greinóttir frá miðju og uppúr, uppréttir, laufóttir, einkum neðantil. Laufin 15-40 x 0,1-6 sm, bandlaga til egglaga-oddbaugótt, langydd, heilrend eða lítið eitt tennt, fleyglaga við grunninn, stundum með lauflegg. Karfan stök, reifar 2-3 sm, smáblómin 2,5-6 sm, gul, stundum purpura á ytra borði. Aldin 10-20 sm, sívöl, mjókka ögn upp á við, gárótt, hárlaus, ytri aldin með áberandi hrukkótt til hálfhnúskótt, þau innri slétt, svifhárakrans allt að 10 mm, mjúk.