Scopolia carniolica

Ættkvísl
Scopolia
Nafn
carniolica
Íslenskt nafn
Flagðjurt
Ætt
Náttskuggaætt (Solanaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Brún-purpura til skærrauður.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
40-60 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 60 sm há eða hærri. Stönglar hárlausir, ógreindir eða greinóttir.
Lýsing
Laufin heil, egglaga til egglaga-aflöng, allt að 20 x 8 sm, hreisturkennd neðst, lang-odddregin í oddinn, leggur allt að 13 mm. Blómin stök, með legg, axlastæð, blómleggir allt að 4 sm, þráðaga. Krónan brún-purpura til skærrauð, gul eða græn innan, allt að 2,5 sm, blómskipunarleggir, allt að 3 sm. Aldin hnötttótt, 1 sm í þvermál.
Uppruni
M & SA Evrópa, Rússland
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í skógarbotn, sem undirgróður, í ker bakvið hús.
Reynsla
Sérkennileg tegund sem þrífst vel í Lystigarðinum.