Laukur 1,5-2 sm í þvermál, egglaga laukhýði dökkpurpurabrúnt. Lauf 2-4 að tölu, 10-15 sm × 5-15 mm, breiðbandlaga, dálítið hettulaga í oddinn, styttri en blómleggurinn er við blómgun.
Lýsing
Blómleggir 1-4 að tölu, 10-20 sm, purpura ofan og með fíngerðar rákir. Blóm 1-4, stöku sinnum fleiri, breið-skállaga, álút í gisnum klösum. Stoðblöð 1-2 mm, hvít. Blómleggir 8-12 mm, purpura. Blómhlífarblöð 1,2-1,6 sm × 4-6 mm, oddbaugótt-aflöng, ydd, skærblá með dekkri rák eftir miðjunni. Fræflar 5-8 mm, frjóþræðir lensulaga, hvítir neðan, bláir ofan, frjóhnappar grábláir. Eggleg egglaga, ljósgræn; eggbú 2-12 í hólfi. Stíll 4-5 mm, hvítur. Hýði næstum hnöttótt, 8-10 mm í þvermál, fræ hnöttótt, ljósbrún, hvert með langan útvöxt/sepa.
Uppruni
S Rússland, Kákasus, Íran
Harka
5
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Hliðarlaukar, sáning, laukar lagðir í september á 8-10 sm dýpi. Myndar fljótt breiður.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í breiður, í blómaengi, í grasflatir.
Reynsla
Harðgerð, hentar síður í steinhæðir og beð vegna þess hve plantan beiðist hratt út. Fallegust í breiðum.
Yrki og undirteg.
Fjöldi yrkja er í ræktun. Í Lystigarðinum er til ´Spring Beauty´ (´Atrocaerulea´) sem er klón með sérlega skær, djúpblá blóm, einnig 'Alba ´ sem er hvítblóma yrki ekki eins kröftugt og aðaltegundin.