Scilla mischtschenkoana

Ættkvísl
Scilla
Nafn
mischtschenkoana
Íslenskt nafn
Heiðstjörnulilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær laukjurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítblár /m. hvítu, dekkri rendur.
Blómgunartími
Maí.
Hæð
10-15 sm
Vaxtarlag
Laukar 1,5-3 sm breiðir, egglaga til næstum hnöttóttir, með grábrúnt, þunnt laukhýði.
Lýsing
Blómleggir 1-3, 5-10 sm háir, sívalir. Lauf 3-5, 4-10 x 0,4-2 sm, bandlaga til öfuglensulaga, flöt, ekki með rennu, koma á blómgunartímanum. Blóm 2-6, víð-bjöllulaga, í strjálblóma klasa, 6-12 sm, á uppsveigðum leggjum allt að 2,5 sm löngum, stoðblöð aflöng, allt að 5 mm. Blómhlífarblöð 1-1,5 x 0,4-0,8 sm, aflöng, oddbaugótt, snubbótt, hvítblá með dekkri miðrák. Fræflar 6-11 mm, hvítir, breiðir neðst. Frjóhnappar grábláir, frjóþræðir hvítir, eggleg næstum hnöttótt, venjulega með 6 eggbú í hverju hólfi, stíll nær upp fyrir egglegið. Aldinið næstum hnöttótt hýði, allt að 9 mm, með brún eða svört hnöttótt fræ, hvert með augljósan, hvítan sepa.
Uppruni
Íran, Kákasus.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Hliðarlaukar, sáning, laukar lagðir í september á 8-10 sm dýpi.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í blómaengi, sem undirgróður, í grasflatir.
Reynsla
Harðgerð, ljómandi falleg tegund (H.Sig.). Ekki í Lystigarðinum.