Saxifraga x urbium

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
x urbium
Yrki form
'Areopunctata'
Íslenskt nafn
Postulínsblóm
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær jurt, sígræn.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Fölbleikur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
30 sm
Vaxtarlag
Þetta er blendingur skuggasteinbrjóts og dúnsteinbrjóts (S. umbrosa x S. hirsuta) skv. RHS. Líkist mjög skuggasteinbrjót en á að vera stærri og kröftugri, blaðstilkar lengri og ekki eins hærðir auk þess sem laufin eru meira áberandi og dýpra bogtennt. (1).
Lýsing
Myndar lága breiðu af leðurkenndum laufum, mynda blaðhvirfingum og þykka breiðu með tímanum. Laufið er dökkgrænt með gullgula flekki. Blómin fölbleik.
Uppruni
Garðablendingur.
Heimildir
1,2, www.perennials.com/plants/saxifraga-urbium-aureopunctata.html
Fjölgun
Skipting. Auðvelt er að skipta hnausnum snemma vors eða síðla sumars.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, sem undirgróður, sem þekjuplanta. Hreinsa þarf dautt lauf burt svo plantan kafni ekki.
Reynsla
Ein planta kom í Lystigarðinn 1996, gróðursett í beð 2005.