Þetta er blendingur skuggasteinbrjóts og dúnsteinbrjóts (S. umbrosa x S. hirsuta) skv. RHS. Líkist mjög skuggasteinbrjót en á að vera stærri og kröftugri, blaðstilkar lengri og ekki eins hærðir auk þess sem laufin eru meira áberandi og dýpra bogtennt. (1).
Lýsing
Myndar lága breiðu af leðurkenndum laufum, mynda blaðhvirfingum og þykka breiðu með tímanum. Laufið er dökkgrænt með gullgula flekki. Blómin fölbleik.