Saxifraga x urbium

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
x urbium
Íslenskt nafn
Postulínsblóm
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur/rauðar dröfnur.
Blómgunartími
Júní-júlí-ágúst.
Hæð
30 sm
Vaxtarlag
Blendingur skuggasteinbrjóts og dúnsteinbrjóts (S. umbrosa x S. hirsuta) skv. RHS. Líkist mjög skuggasteinbrjót en á að vera stærri og kröftugri, blaðstilkar lengri og ekki eins hærðir auk þess sem laufin eru meira áberandi og dýpra bogtenntari (1).
Lýsing
Þennan garðablending er best að greina frá foreldrunum á blaðleggjunum sem eru ögn lengri en blaðkan með að minnsta kosti fáein hár á jöðrunum, tennur standa næstum hornrétt á blöðkuna og gagnstæði jaðarinn er næstum 0,2-0,25 mm breiður. Blómin í gisnum topp, blómstilkar langir, stjörnulaga blóm. Laufin spaðalaga eða öfugegglaga mjög bogtennt, á stuttum leggjum.
Uppruni
Garðablendingur.
Harka
7
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, sem undirgróður, sem þekjuplanta.
Reynsla
Kom fyrst fram sem Saxifraga × urbium D.A.Webb in Fedde, Repert. lxviii. 199 (1963).Hvort þessi ræktaði blendingur er til í raun og veru er nokkuð á reiki og þarf að skoðast betur. Getið í RHS en ekki EGF og er ekki að finna í þeim gagnagrunnum á netinu sem áreiðanlegastir eru. Hólmfríður telur að skuggasteinbrjótur sá sem ræktaður hefur verið lengi bæði norðan og sunnanlands sé þessi blendingur sem gengið hefur undir enska heitinu 'London Pride' erlendis. Reyndar tekur hún til að blendingur sé afkomandi skuggasteinbrjóts og spaðasteinbrjóts (S. umbrosa x S. spathularis) sem reynar er líklegra.
Yrki og undirteg.
Dæmi um yrki sem getið er erlendis eru t.d.'Alba' með hreinhvít blóm.'Clarence Elliott' með rósrauð blóm.'Variegata' með gulflikrótt blöð.