Náttúrulegur blendingur hagasteinbrjóts (S. hostii) og bergsteinbrjóts (S. paniculata,) sem hefur verið ræktaður í mörg ár.
Lýsing
Líkist bergsteinbrjót, en er stærri og með djúptennta blaðjaðra og með hærri blómskipun. Blöðin stutt og breið, grænleit, ydd, með áberandi kalkútfellingum.
Uppruni
Náttúrilegur blendingur.
Heimildir
Köhlein, Saxifragas.
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í ker, í jaðra, þarf vökvun í langvarandi þurrkum.
Reynsla
Hefur reynst þokkalega harðgerð (HS)- ekki til í lystigarðinum 2014.