Saxifraga x burnatii

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
x burnatii
Íslenskt nafn
Fjallasteinbrjótur
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær, sígræn jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
10-20 sm
Vaxtarlag
Myndar frekar þúfur heldur en breiður. Náttúrulegur blendingur spónasteinbrjóts (S. cochlearis) og bergsteinbrjóts (S. paniculata) úr Alpafjöllum. Millistig milli foreldranna en samt heldur líkari spónasteinbrjót.
Lýsing
Blóm hreinhvít á rauðleitum 15-18 sm stöngli. Laufblöð fremur mjó í blaðhvirfingunum, lensulaga til öfugegglaga, silfruð-græn, miklar og fallegar kalkútfellingar. Blómskipunin lotinn skúfur. Blómskipunarleggur rauðmengaður. Blómin hvít, allt að 1,5 sm í þvermál.
Uppruni
Alpafjöll (náttúrulegur blendingur).
Harka
5
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beðkanta, í fjölæringabeð.
Reynsla
Harðgerð planta.
Yrki og undirteg.
Yrkið 'Esther' er með gul blóm.