Myndar frekar þúfur heldur en breiður. Náttúrulegur blendingur spónasteinbrjóts (S. cochlearis) og bergsteinbrjóts (S. paniculata) úr Alpafjöllum. Millistig milli foreldranna en samt heldur líkari spónasteinbrjót.
Lýsing
Blóm hreinhvít á rauðleitum 15-18 sm stöngli. Laufblöð fremur mjó í blaðhvirfingunum, lensulaga til öfugegglaga, silfruð-græn, miklar og fallegar kalkútfellingar. Blómskipunin lotinn skúfur. Blómskipunarleggur rauðmengaður. Blómin hvít, allt að 1,5 sm í þvermál.