Sennilega blendingur bergsteinbrjóts (S. paniculata) og spaðasteinbrjóts (S. spathularis).Þéttvaxinn fjölæringur, blaðhvirfingar að 12 sm í þvermál. Myndar breiður fagurgrænna, skállaga blaðhvirfinga.
Lýsing
Lauf bandlaga með tennta jaðra. Blómstönglar rauðleitir að 25 sm. Blómin í stuttum topp. Krónublöð hvít með rauðum doppum eða blettum.
Uppruni
Garðablendingur.
Harka
3
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, sem undirgróður, í beð.
Reynsla
Harðgerð, töluvert ræktaður í Reykjavík (HS). Ekki til í Lystigarðinum sem stendur.