Blaðhvirfingar fjölmargar, litlar, 1-3 sm í þvermál, mynda litlar, þéttar, harðar, hvelfdar þúfur
Lýsing
Lauf 3-8 x 2-3 mm, öfugegglaga til öfuglensulaga eða spaðalaga, snubbótt og dálítið niðursveigð, heilrend, nema með fáein kanthár við grunninn, engin glær rönd, greinilega bláleit, nokkrirkalkkirtlar á jöðrum og líka á víð og dreif á efra borði blaða. Blómstönglar 3-11 sm, greinast ofan við miðju í 6-12 blóma skúf. Krónublöð 4-5 mm, öfugegglaga, hvít, doppulaus.
Uppruni
SV Alpar.
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í ker, í kanta.
Reynsla
Stutt reynsla en lofaði góðu, í N11 frá 2003, dauð. Önnur planta er í Lystigarðinum, sem sáð var til 2012 og gróðursett í beð 2015.