Sprotar stuttir, mynda greinilegar blaðhvirfingar sem mynda þúfu.
Lýsing
Lauf 4-10 x 2-3 mm, öfugegglaga-spaðalaga til aflöng-öfuglensulaga, snubbótt eða með stuttan odd, bláleit, heilrend, kalkkirtlar 5-11, myndar mismiklar kalkútfellingar.Blómstönglar 3-8 sm, þéttlaufugir, blómin 4-7 (sjaldnar að 12), að minnsta kosti sum þeirra legglaus í grönnum klasa. Krónublöð um það bil 1,5 mm, öfugegglaga, hvít, stundum með bleikar rákir, verða bleik með aldrinum.
Uppruni
Ítalía (Appennínafjöll).
Harka
6
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í steinbeð, í ker. Hentar best basískur jarðvegur.