Laufblaðkan 10-25 sm, skinnkennd, bandlaga til öfuglensulaga, mjókkar smám saman í breiðan ekki aðgreindan legg, fátennt eða næstum heilrend, rauðbrún, engin kirtillaus hár.
Lýsing
Blómstönglar 25-60 sm með gisna, sívala blómskipun þar sem blómin eru á enda á uppsveigðum greinum. Blóm smá, grænhvít. Krónublöð 2,5-4mm, bandlaga til oddbaugótt eða mjó-öfugegglaga. Fræflar bandlaga.