Saxifraga pensylvanica

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
pensylvanica
Íslenskt nafn
Mýrasteinbrjótur
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Grænhvítur.
Blómgunartími
Vor-sumar.
Hæð
40-60 sm
Vaxtarlag
Laufblaðkan 10-25 sm, skinnkennd, bandlaga til öfuglensulaga, mjókkar smám saman í breiðan ekki aðgreindan legg, fátennt eða næstum heilrend, rauðbrún, engin kirtillaus hár.
Lýsing
Blómstönglar 25-60 sm með gisna, sívala blómskipun þar sem blómin eru á enda á uppsveigðum greinum. Blóm smá, grænhvít. Krónublöð 2,5-4mm, bandlaga til oddbaugótt eða mjó-öfugegglaga. Fræflar bandlaga.
Uppruni
A N Ameríka.
Heimildir
2, encyclopaedia. alpinegardensociety.net/plants/Saxifraga/pensylvanica
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, sem undirgróður.
Reynsla
Lítt reynd enn sem komið er. Í N1 um tíma - ógreind. Önnur planta sem sáð var til 2010 og gróðurset í beð 2011, þrífst vel.