Saxifraga pedemontana

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
pedemontana
Íslenskt nafn
Fannasteinbrjótur
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær, sígræn jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hreinhvítur.
Blómgunartími
Síðsumars.
Hæð
10-20 sm
Vaxtarlag
Sígrænn fjölæringur. Stönglar greinóttir, laufóttir sprotar langir, myndar gisna þúfu.
Lýsing
Laufin 8-15 x 9-20 mm, kjötkennd eða leðurkennd, handskipt, flipar 3-9, mjó-oddbaugóttir til bandlaga-aflangir með stutt kirtilhár.Blómstönglar 5-18 sm, greindir ofan til, blómskipun myndar mjóan skúf með 2-12 blómum. Krónublöð 9-21x2,5-8 mm efri hlutinn útsveigður þannig að blómið sýnist trektlaga, hreinhvít.
Uppruni
Fjöll í SA & SM Evrópu, N Afríka.
Harka
6
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í ker, í kanta.
Reynsla
Stutt reynsla, í uppeldi og N11 frá 2003, dauð. Önnur planta er til sem sáð var til 2014 og gróðursett í beð 2015.
Yrki og undirteg.
ssp. cervicornis (Viviani) Engler. Ung lauf á blómlausum sprotum innundin, blaðkan mjókkar í mjóan legg, flipar mjó-aflangir, snubbóttir, yddir eða með stuttan odd, langir, vita fram á við eða eru útstæðir. Blómstöngull allt að 15 sm. Krónublöð 10-13 x 4-5 mm. Heimk.: Korsíka, Sardína.ssp. prostii (Sternberg) D.A. Webb. Blaðkan mjókkar í legg, flipar breiðari en á ssp. cervicornis, blaðkan ydd með stuttan odd. Blómstönglar allt að 18 sm. Krónublöð 9-12 x 2.5-4 mm. Heimk.: M Frakkland