Saxifraga paniculata

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
paniculata
Yrki form
'Brevifolia'
Íslenskt nafn
Bergsteinbrjótur
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær, sígræn jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur, með rauðar doppur á krónublöðunum.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 15 sm
Vaxtarlag
Myndar fallegar þúfur. Sjá ennfremur hjá aðaltegund.
Lýsing
Fremur litlar blaðhvirfingar með stutt lauf (1 sm löng, 0,5 sm breið). Fáein hvít blóm á 15 sm háum stönglum. Krónublöðin hvít, laufin silfruð.
Uppruni
Yrki.
Harka
2
Heimildir
= 1, Köhlein: Saxifrages.
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölæringabeð, í kanta.
Reynsla
Þrífst vel í Lystigarðinum.