Hvirfingarlauf 40 x 8 mm, aflöng til lensulaga, jaðrar sveigjast inn á við með kalkkirtla á jöðrunum, í grúppum í hvolflaga laufhvirfingum.Blómskipunin flatur sproti á stöngli sem er greinóttur ofantil, allt að 30 sm. Blómin allt að 12 mm í þvermál. Krónublöð rjómahvít, stundum með rauðar doppur.
Uppruni
Ísland (fjöll Evrópu ath. betur)
Harka
2
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í ker, í kanta.
Reynsla
Harðgerð, íslensk tegund sem vex utan í klettum á nokkrum stöðum á Austurlandi, nokkuð víða í görðum og einnig til í Lystigarðinum.
Yrki og undirteg.
Fjölmörg yrki eru nefnd í RHS og EGF ? sum hafa verið reynd hér en ekki öll enn sem komið er. Sem dæmi má nefna.'Alba' ? Hvít blóm'Atropurpurea' (S. paniculata v. major) ? mjög stórgert form, blómskipun há (30-45 sm). Blómstönglar rauðleitir með stóra blaðhvirfingu (lauf 2-5 sm að lengd), oft rauðmenguð, dökkna á vetrurna'Balkana' ? fremur smávaxið form með flatar blaðhvirfingar. Grófur uppréttur blómstöngull, u.þ.b. 20 sm á hæð. Hvít blóm, áberandi rauðdröfnótt'Baldensis' ? stutt lauf og þykk, öskugrá'Brevifolia' (ssp. brevifolia) ? fremur smávaxin, stutt lauf (1 x 0.5 sm), myndar mjög fallegar breiðar þúfur. Nokkur hvít blóm á um 15 sm stönglum'Correvoniana' ? rósettur flatar, afar litlar'Cristata' ? mjó, silfruð lauf, kremhvít blóm'Densa? ? afar miklar kalkútfellingar þannig að blöðin virðast silfruð, litlar blaðhvirfingar'Emarginata' ? að 25 sm, kremhvít blóm'Flavescens' ? sítrónugul blóm'Hainoldii' ? að 30 sm, stórar blaðhvirfingar, rósrauð blóm'Labradorica' ? blaðhvirfingar mjög litlar, krónublöð hvít'Lagraveana' ? að 15 sm, blaðhvirfingar litlar og silfraðar, krónublöð vaxkennd, kremhvít'Lutea' ? gul blóm, blómstönglar 16-28 sm'Minima' ? smá hvít blóm'Notata' ? mjög áberandi kalkútfellingar á blaðjöðrum'Paradoxa' ? blágrænt lauf, hvít blóm'Pectinata' ? kalkútfellingar áberandi á blaðjöðrum, blóm hvít með rauðum doppum'Punctata' ? dökkgrænt lauf með áberandi kalkútfellingum á blaðjöðrum'Rex' ? kremhvít stór blóm, að 25 sm'Rosea' ? föl bleik blóm, gulgrænar blaðhvirfingar (form upprunnið frá Búlgaríu)v. strumiana ? Úr M Ölpum, með litlar blaðhvirfingar, uppsveigð fleyglaga lauf 1.4 x 0.4 sm, sagtennt með hár á endum. Blómstönglar brúnir 5-15 sm, blóm hvít (Heim.: Köhlein, Saxifragas)