Fjölær jurt með tiltölulega þéttan, endastæðan brúsk hjartalaga laufa.
Lýsing
Blómleggur 22-33 sm hár. Laufleggur 4-10,7 sm, kirtil-langhærður, blaðkan nýrlaga, 1,6-5,5 x 1,9-6,5 sm, kirtildúnhærð á efra borði, handstrengjótt, jaðar með 19-21 tönn, kirtilrandhærður, tennur breið-egglaga. Blómskipunin skúfur, 5-15 sm, með 30-52 blóm, greinar og blómleggir kirtilhærð. Blómbotn um 0,6 mm, hárlaus. Bikarblöð aftursveigð, egglaga til breið-egglaga, 0,7-1,3 x 0,7-1 mm, hárlaus. Krónublöð hvít eða lillalit, egglaga, 2,1-2,7 x 1,6-1,8 mm, eintauga, grunnur samandreginn í nögl 0,5-0,7 mm, krónublöðin oddnumin. Fræflar 2-3 mm, frjóþræðir kylfulaga. Frævan hálfyfirsætin til yfirsætin, samvaxin aðeins við grunninn, purpuralit eða græn, keilulaga með hunangskraga við grunninn. Stílar uppréttir eða ögn útstæðir, 0,2-0,5 sm, fræhýði upprétt eða ögn útstæð, flöskulaga, 5-6 mm.