Fara í efni
Fréttir
English
Plöntur
Garðaflóra
Flóra Íslands
Um Lystigarðinn
Saga Lystigarðsins
Umgengnisreglur
Húsin í Lystigarðinum
Styttur og minnismerki
Staðsetning og yfirlitskort
Hafa samband
English
Forsíða
/
Plöntur
/
Garðaflóra
/
Hnjúkasteinbrjótur
Saxifraga mutata
Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
mutata
Íslenskt nafn
Hnjúkasteinbrjótur
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær, sígræn jurt, stundum tvíær.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gullgulur til appelsínugulur.
Blómgunartími
Síðsumars.
Hæð
40-50 sm
Vaxtarlag
Blaðhvirfing þétt, 5-15 sm í þvermál og oftast aðeins ein en stundum með fáeinar yngri blaðhvirfingar.
Lýsing
Grunnlauf dökkgræn, 2,5-7 x 0,7-1,5 sm, aflöng- öfuglensulaga, óreglulega tennt, kjötkennd, mjúk, dökkgræn, kalkkirtlar með mismikla eða enga kalkútfellingu.Blómstöngar 10-50 sm, stinnir, þéttkirtilhærðir. Blóm í mjóum skúfum. Krónublöð 6-8 mm, bandlaga, gullgul-appelsínugul.
Uppruni
Alpafjöll.
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölæringabeð.
Reynsla
Oftast skammlíf í ræktun. Hver blaðhvirfing lifir venjulega í 2-3 ár, blómgast og deyr síðan. Er af og til í uppeldi í Lystigarðinum.