Myndar þéttar, lágar þúfur úr þéttstæðum sprotum. Laufin eru band-lensulaga, 4-8 mm löng, heilrend, oddlaus og kirtildúnhærð. Dauð lauf eru langæ og áberandi silfurgrá þegar þau eru þurr.
Lýsing
Blómstöngull er 5 sm hár eða lægri með 1-3 hvít eða (sjaldan) ljós-sítrónugul blóm. Krónuböðin eru 4 mm löng, breiðegglaga, þverstýfð eða framjöðruð, um 2 x lengri og 2 x breiðari en bikarblöðin.
Var sáð í Lystigarðinum 2011 og gróðursettur í beð (N10-G06) 2015.
Útbreiðsla
Vex í klettum og skriðum oftast yfir 2200 m hæð yfir sjó. Háfhallaplanta sem þrífst ekki auðveldlega í görðum í Evrópu. Talsvert af plöntum sem er dreift sem afbrigði af S. muscoides er réttara að flokka sem blendingar af S. moschata, sjá undir 'Mossy Hybrids'.