Saxifraga moorcroftiana

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
moorcroftiana
Íslenskt nafn
Hlíðasteinbrjótur
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Gulur (rauðdröfnóttur).
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
20-40 sm
Vaxtarlag
Blóm mörg saman á stöngulendum, heldur stærri en á gullbrá en ekki eins skærgul.
Lýsing
Stofnblöðin fiðlulaga-oddbaugótt til aflöng um 2,2 x 1,1 sm, ydd, mjúkhærð brúnum kirtilhárum á bæði efra og neðra borði, hjartalaga grunnur, blaðstilkur um 3 sm langur. Stöngulblöðin lík en yfirleitt ásætin. Stönglar kirtildúnhærðir. Blóm í hálfsveiplaga kvíslskúf sem ber 2-12 blóm. Stoðblöð oddbaugótt um 7 x 2 mm kirtilrandhærð á blaðjöðrum. Blómstilkar 1-5 sm, með stutt dökk purpuralit kirtilhár. Bikarblöð upprétt eða útstæð, egglaga - oddbaugótt. Krónublöð gul, öfugegglaga 8-8,5 x 3,5-5,2 mm með 5-7 æðum, snubbótt.
Uppruni
Pakistan - SV Kína.
Heimildir
HS, Kínverska flóran
Fjölgun
Skiptning, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð.
Reynsla
Harðgerð jurt. Í F1-B09 frá 1992 (úr GR) og hefur þrifist þar með ágætum. Dauð 2013.Vex í skógarjöðrum og nærri vatni í heimkynnum sínum í 3500-4400 m hæð (SE Sichuan, S Xizang, NV Yunnan (Bhutan, India, Kashmir, Nepal, Sikkim).