Þétt og fallegt vaxtarlag. Laufblaðkan 4-7 x 6-8 sm, nýrlaga til næstum krinlótt, grunnur djúphjartaskertur, jaðrar reglulega og gróftenntir eða bogtenntir. Laufleggur 1,5-2,5 x lengri en blaðkan, kirtildúnhærður.
Lýsing
Blómstönglar kirtilhærðir, með hrokkið hár, 15-35 sm, greinóttir í toppinn eða mynda fremur þéttan skúf. Blóm með 6-8 krónublöð. Krónublöð hvít, 2,5-3 x ca 1 mm með 1 æð, mjó-aflöng-öfuglensulaga eða oddbaugótt. Bikarblöð 7 (eða 8), aftursveigð, hárlaus beggja vegna. Frævlar 11-13, 1,3-4,5mm, ná út úr krónu. Frjóhnappar kylfulaga.
Uppruni
N Kína, Kórea, Rússland.
Harka
5
Heimildir
1,2 + kínverska flóran
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í kanta, sem undirgróður.
Reynsla
Hefur reynst ágætlega í Lystigarðinum. Var sáð í Lystigarðinum 1986 og gróðursett í N1-F28 1988. Þarf mikla vökvun yfir vaxtartímann.