Lauffellandi fjölæringur, uppréttir blómstönglar, þykk blöð í stofnhvirfingum.
Lýsing
Blaðkan 2-6 x 1-3 sm, egglaga-oddbaugótt, mjókkar í stuttan vængjaðan legg, heilrend eða með snubbóttar tennur, rauðbrún, ekki kirtilhærð. Blómstöngull allt að 50 sm, +/- lauflaus, endar í mjóum, þéttum skúf, stoðblöð oft mjög áberandi. Krónublöð 1,5-3 mm um það bil jafnlöng bikarblöðunum en mjórri, græn með purpurarauðum jaðri. Frjóþræðir beinir.