Saxifraga hieracifolia

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
hieracifolia
Íslenskt nafn
Fífilsteinbrjótur
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Grænleitur.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
30-40 (-50) sm
Vaxtarlag
Lauffellandi fjölæringur, uppréttir blómstönglar, þykk blöð í stofnhvirfingum.
Lýsing
Blaðkan 2-6 x 1-3 sm, egglaga-oddbaugótt, mjókkar í stuttan vængjaðan legg, heilrend eða með snubbóttar tennur, rauðbrún, ekki kirtilhærð. Blómstöngull allt að 50 sm, +/- lauflaus, endar í mjóum, þéttum skúf, stoðblöð oft mjög áberandi. Krónublöð 1,5-3 mm um það bil jafnlöng bikarblöðunum en mjórri, græn með purpurarauðum jaðri. Frjóþræðir beinir.
Uppruni
Pólhverf, Karpatafjöll, Altaifjöll.
Heimildir
2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Þarf jafnan góða vökvun yfir sumarið.
Reynsla
Í D02 frá 1986, þrífst vel.