Saxifraga federici-augustii

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
federici-augustii
Ssp./var
ssp. grisebachii
Höfundur undirteg.
(Degen & Dörfl.) D.A.Webb.
Íslenskt nafn
Flossteinbrjótur
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær, sígræn jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Purpurableikur.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
3-10 sm
Vaxtarlag
Aðaltegundin er lík ítalíiusteinbrjót (S. porophylla) en með stærri lauf.
Lýsing
ssp. griesbachii. Grunnlauf allt að 3,5 sm, venjulega spaðalaga. Blómskipunin fagurrauð til kirsuberjarauð með allt að 20 blómum.
Uppruni
Balkanskagi.
Harka
7
Heimildir
2
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í kanta. Hentar basískur jarðvegur.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum, en var sáð 2015.
Yrki og undirteg.
ssp. federici-augusti. Grunnlauf allt að 1,9 sm, öfugegg-lensulaga. Blómskipunin dökkpurpurarauð með allt að 16 blómum.