Saxifraga cochlearis

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
cochlearis
Íslenskt nafn
Spónasteinbrjótur
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær, sígræn jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur/ stundum m rauðum blettum.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
15-30 sm
Vaxtarlag
Blaðhvirfingar margar, fremur litlar, sígrænar, 1,5-8 sm í þvermál, mynda þéttar þúfur og síðan dálitlar breiður með tímanum.
Lýsing
Grunnlauf blágræn, allt að 4,5 x 0,7 sm, venjulega minni. spaðalaga til öfulensulaga, leðurkennd, oft rauðmenguð við grunninn, heilrend, fjöldi kalkkirtla á jöðrum og eldri kirtlar á efra borði blaða, nokkur hár við grunninnn. Kalkútfellingar áberandi. Blómskipunin aðallega þéttkirtilhærð (Sjá S. callosa), blómstönglar 5-30 sm, greinóttir, blómin allt að 60 (oftast 15-25), í gisnum skúf. Krónublöð 7-11 x 3-5 mm, aflöng-öfugegglaga, hvít, stundum með fagurrauðar doppur við grunninn.
Uppruni
SV Alpafjöll.
Harka
7
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölæringabeð.
Reynsla
Í N11 frá 2003, lítt reynd enn sem komið er en lofar góðu, ekki lengur hér 2013.
Yrki og undirteg.
'Major' með stærri blóm.'Minor' Plantan er öll minni, blómstilkur yfirleitt aðeins um 10 sm langir með hvít blóm á rauðum stöngli, myndar litlar blaðhvirfingar, sem að lokum ná 12-13 sm breidd.