Blaðhvirfingar mynda þyrpingar, oftast með ungar blaðhvirfingar líka. Stærstu blaðhvirfingarnar allt að 16 sm í þvermál.
Lýsing
Lauf 4-9 x 0,25-0,7 sm, bandlaga, stundum breiðari í oddinn, heilrend ef undan eru skilin nokkur kirtilhár við grunninn, margar kirtiltennur á laufjöðrunum, en ekki á efra bori laufsins, kalkútfellingar mismiklar.Blómstönglar 15-40 sm, með mörg blóm í mjóum skúf sem er um 40-60 % af stönglinum, hver grein skúfsins er með 3-7 blóm. Krónublöð 6-12 mm, öfugegglaga til öfuglensulaga, stundum með langa nögl, hvít með fagurrauðar doppur við grunninn.
Harðgerð planta og mjög falleg. Til er ein planta sem sáð var til 2003 og gróðursett í beð 2003 og önnur planta sem sáð var til 2008 og gróðursett í steinhæð 2015, þrífast vel. Tegundin, undirtegundir og yrkið 'Albertii' eru í Lystigarðinum og óhætt að mæla eindregið með þeim. Má rækta hvort sem er í fjölæringabeði eða í steinhæð.
Yrki og undirteg.
ssp. callosa Blómskipun hárlaus eða ögn kirtilhærð. Lauf bandlaga, ögn breiðari í oddinn. Heimk.: SV Alpar, N Ítalía (2)ssp. catalaunica (Boiss. & Reut.) D.A. Webb. Blómskipun þétthærð kirtilhárum, lauf öfuglensulaga, tiltölulega stutt. Heimk.: NA Spánn (2)var. australis (Moricand) D.A. Webb. Lauf öfuglensulaga til bandlaga með +/- tígullaga odd. Heimk.: SV Alpar, M & S Ítalía, Sikiley, Sardinia.'Alberti' er með flottar silfraðar blaðhvirfingar, stór hvít blóm (1).'Leichtlinii' er með rósrauð blóm (1).'Superba' er með rjómahvít blóm í stórri, bogsveigðri, puntlíkri blómskipan (1).'Tumbling Waters' er svo kynblendingur milli tungusteinbrjóts (S. callosa) og S. longifolia með enn stærri blómskúfa, bráðfallegt yrki.