Saxifraga caespitosa

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
caespitosa
Íslenskt nafn
Þúfusteinbrjótur
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
5-10 sm
Vaxtarlag
Myndar þéttar þúfur, sjaldan gisnar breiður.
Lýsing
Lauf 0,4-1,5 sm (með leggnum) skipt í 3 aflanga-oddbaugótta, snubbótta flipa ekki rákóttir á efra borði, jaðrar með þéttum kiritlhárum.Blómstönglar 2-10 sm, með 1-5 blóm í gisnum klasa. Krónublöð 5,5-6,5 mm, (á evrópskum plöntum), venjulega ekki hreinhvít.
Uppruni
Heimskautahluti Evrasíu og Ameríku, Ísland.
Heimildir
2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð.
Reynsla
Harðgerð íslensk tegund sem má rækta í görðum.