Saxifraga caesia

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
caesia
Íslenskt nafn
Grásteinbrjótur
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær, sígræn jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
12 sm
Vaxtarlag
Sprotarnir mynda meðalþéttar þúfur eða breiður.
Lýsing
Lauf um það bil 4 x 1-1,5 mm, aflöng til spaðalaga, efri hlutinn sveigist út á við og breikkar við oddinn, bláleit með áberandi kalkútfellingum, heilrend en með hár á köntunum neðst. Blómstönglar 4-12 sm, greinist nálægt toppnum og myndar lítinn 3-8 blóma skúf. Krónublöð 4-6 mm, hvít.
Uppruni
Pýreneafjöll, Alpar, Tatara- og V Karpatafjöll.
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í steinbeð, í kanta.
Reynsla
Stutt reynsla - í N11-D05 frá 2003, dauður 2014.
Yrki og undirteg.
Yrkið 'St. John' er þéttar blaðhvirfingar, silfraðar, blóm hvít.