Lauf um það bil 4 x 1-1,5 mm, aflöng til spaðalaga, efri hlutinn sveigist út á við og breikkar við oddinn, bláleit með áberandi kalkútfellingum, heilrend en með hár á köntunum neðst. Blómstönglar 4-12 sm, greinist nálægt toppnum og myndar lítinn 3-8 blóma skúf. Krónublöð 4-6 mm, hvít.
Uppruni
Pýreneafjöll, Alpar, Tatara- og V Karpatafjöll.
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í steinbeð, í kanta.
Reynsla
Stutt reynsla - í N11-D05 frá 2003, dauður 2014.
Yrki og undirteg.
Yrkið 'St. John' er þéttar blaðhvirfingar, silfraðar, blóm hvít.