Blaðsprotar mynda þéttar breiður eða lágar þúfur með næstum kúlulaga blaðhvirfingum.
Lýsing
Lauf jarðlægra sprota 3,5-5 x 1-1,5 mm, aflöng til lensulaga, innsveigð og haldast þannig, stuttydd, glansandi á efra borði, myndar laufótt brum í blaðöxlum á blómgunartímanum, brum eru jafnlöng eða lengri en laufið, sem þau eru hjá. Blómstönglar 2-5 sm með 1 blóm. Krónublöð 5-7 mm, oddbaugótt-aflöng til öfugegglaga, hvít eða með stóra djúpgula bletti við grunninn og rauðleitar döppur nálægt miðju.