Fjölæringur sem myndar breiðu (stönglarnir eru skríðandi) ekki renglóttur, með jarðstöngla. Langæjar sinuleifar af bæði grunnlaufum og stilklaufum, enginn laufleggur, blaðkan (stundum rauðleit), bandlaga eða bandlensulaga til mjó-oddbaugótt, ekki með flipa, 3-15 mm, skinnkennd, heilrend, hár stinn, oft krókbogin, með hvít randhár, stundum líka kirtilrandhærð, hvassydd, með hvítsmáþyrnótt-broddydd (þyrnar 1-1,5 mm) efra borðið hárlaust, stundum með ögn af legglausum kirtilhárum á efra borði.
Lýsing
Blómskipunin 2-15 blóma skúfur eða klasi, stundum eru blómin stök, 5-20 sm, með fremur stutt kirtilhár með legg, stoðblöð legglaus. Bikarblöð ± upprétt, (purpuralit), egglaga eða þríhyrnd, jaðrar randháralausir eða ögn kirtilhærðir, efra borð hárlaust eða ögn kirtilhærð, kirtlarnir legglausir. Krónublöðin gulhvít, með purpura eða rauðar doppur, aflöng til oddbaugótt, 3-7 mm, lengri en bikarblöðin.