Saxifraga bronchialis

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
bronchialis
Íslenskt nafn
Mánasteinbrjótur*
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær jurt, sígræn.
Kjörlendi
Svalur, rakur vaxtarstaður.
Blómalitur
Gulhvítur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
5-20 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur sem myndar breiðu (stönglarnir eru skríðandi) ekki renglóttur, með jarðstöngla. Langæjar sinuleifar af bæði grunnlaufum og stilklaufum, enginn laufleggur, blaðkan (stundum rauðleit), bandlaga eða bandlensulaga til mjó-oddbaugótt, ekki með flipa, 3-15 mm, skinnkennd, heilrend, hár stinn, oft krókbogin, með hvít randhár, stundum líka kirtilrandhærð, hvassydd, með hvítsmáþyrnótt-broddydd (þyrnar 1-1,5 mm) efra borðið hárlaust, stundum með ögn af legglausum kirtilhárum á efra borði.
Lýsing
Blómskipunin 2-15 blóma skúfur eða klasi, stundum eru blómin stök, 5-20 sm, með fremur stutt kirtilhár með legg, stoðblöð legglaus. Bikarblöð ± upprétt, (purpuralit), egglaga eða þríhyrnd, jaðrar randháralausir eða ögn kirtilhærðir, efra borð hárlaust eða ögn kirtilhærð, kirtlarnir legglausir. Krónublöðin gulhvít, með purpura eða rauðar doppur, aflöng til oddbaugótt, 3-7 mm, lengri en bikarblöðin.
Uppruni
N Ameríka, Rússland.
Heimildir
= www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id1&taxon-id=200010222, encyclopaedia.alpinegardensociety.net/Plants/Saxifraga/bronchialis, www.pnwflowers.com/flower/saxifraga-bronchialis
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, við læki.
Reynsla
Var sáð í Lystigarðinum 2010, gróðursettur í beð 2015.
Útbreiðsla
Myndin er tekin í Grasagarði Reykjavíkur.