Saxifraga aspera

Ættkvísl
Saxifraga
Nafn
aspera
Íslenskt nafn
Skriðusteinbrjótur
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær, sígræn jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fölrjómalit, oft með djúpgulan blett við grunninn og rauðar doppur um miðju.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
10-20 sm
Vaxtarlag
Blaðsprotar mynda óreglulegar breiður með næstum hnöttóttar blaðhvirfingar.
Lýsing
Lauf jarðlægra, sprota 5-8 mm, þétt aðlæg að leggnum í fyrstu en verða síðar útstæð, greinileg laufótt brum í blaðöxlum á blómgunartímanum, brumin eru styttri en laufin sem þau eru við.Blómstönglar, 7-22 sm, oftast með 2-7 blóm í gisnum klasa. Krónublöð 5-7 mm, aflöng, grunnur mjókkar í mjög stutta nögl, hvít eða fölrjómalit, oft með djúpgulan blett við grunninn og rauðar doppur um miðju.
Uppruni
Pýreneafjöll, Alpar, N Appenninafjöll.
Harka
6
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í ker, í kanta.
Reynsla
Þrífst vel hérlendis.