Laufóttir sprotar í blaðöxlunum, stuttir, uppréttir, myndar hvirfingar af grunnlaufum sem mynda toppa eða breiður. Dauð lauf brúnleit.
Lýsing
Lauf 7-30 x 3-6 mm, mjókka að illa afmörkuðum blaðlegg meðtöldum, blaðkan bandlaga-aflöng til mjó-öfugegglaga, venjulega heil, stundum með 3 næstum hvassyddar tennur, snubbótt eða því sem næst ydd, jaðar með kirtilhár, sum þeirra allt að 2 mm.Blómstönglar 2-8 sm með 1-3 blóm hver. Krónublöð 4-7 mm, aflöng eða mjó-öfugegglaga, greinilega aðskilin, hvít.
Uppruni
Fjöll Evrópu, Síbería.
Heimildir
2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í breiður.
Reynsla
Ræktuð frá ómunatíð í garðinum og hefur staðið sig með prýði.