Saussurea discolor

Ættkvísl
Saussurea
Nafn
discolor
Íslenskt nafn
Skriðuskjanni
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Hæð
20 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 20 sm há, stönglar uppréttir.
Lýsing
Lauf allt að 35 sm, þríhyrnd-lensulaga, tennt, grunnur þverstýfður til hjartalaga, með lauflegg, með þétta hvíta lóhæringu. Körfurnar fáar, í þéttum hálfsveip, hálfsveipurinn endastæður, reifablöð í allmörgum syrpum, lensulaga, meira eða minna hárlaus, ekki með topp bikarsnepla, smáblómin fjólublá. Aldin um 4 mm, svifhárakrans um 8 mm.
Uppruni
Alpa-, Karpata- og Apennínafjöll,
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð.
Reynsla
Þrífst vel, bæði norðan og sunnanlands.