Stönglar 10-50 sm, uppréttir eða uppsveigðir, þétt hvít-lóhærðir í fyrstu, sprotar með blómum oftast ógreindir, ekki með lauf neðan við körfurnar, blómlausir sprotar græn- til grálóhærðir.
Lýsing
Lauf 2,5-4 x 0,3 sm, mörg saman, þétt, kambskipt-tennt til fjaðurskipt, blaðflipar í pörum, allt að 2 mm, grá- til hvítlóhærð. Körfurnar stakar, 1,5-2 sm í þvermál, hnöttóttar, á grönnum, allt að 15 sm löngum blómskipunarlegg. Reifar oftast lóhærðar, lensulaga til egglaga, með kjöl, innri reifar með bogadregna, tannflipótta jaðra og himnukenndan odd. Smáblómin djúpgul.
Uppruni
V & M Miðjarðarhafssvæðið.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Græðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í sígræn beð, í kanta, með sumarblómum í beð.
Reynsla
Þolir ekki frost og því verður að geyma móðurplöntur í upphituðu gróðurhúsi og fjölga þeim síðan með græðlingum eða sáningu. Auðvelt að forma með klippingu.
Yrki og undirteg.
Fjöldi yrkja í ræktun erlendis og stundum má fá fræ af Þeim t.d. frá Jelitto, Thompson & Morgan og fleirum.