Stönglar uppréttir, oft greindir ofan til, hárlausir.
Lýsing
Stöngullaufin eru oftast með mjúkum aðlægum hárum við grunninn. Grunnlaufin stakfjöðruð, smáblöð að 6 x 3.5 sm, 9-13 saman, aflöng til egglaga-aflöng, snubbótt, hjartalaga við grunnin eða snubbótt, grófsagtennt, blágræn á neðra borði, blaðstilkar að 7 mm. Blómin djúp bleikpurpura, í fáum, hangandi axleitum, löngum-sívölum blómskipunum, axið allt að 10 x 1 sm á lengd, frævlar 9-11 allt að 1 sm, frjóþræðir dökkpurpuralitir, hliðflatir, breikka upp á við. Frjóhnappar föl-gulbrúnir, djúpbrúnir við grunninn.